RUV – Gerðu 500 milljarða samning í Eþíópíu

by | Sep 28, 2013

Íslensk-bandaríska jarðvarmafyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur komist að samkomulagi við stjórnvöld í Eþíópíu um að byggja upp og reka allt að þúsund megawatta jarðvarmaorkuver. Fjárfestingin nemur fjórum milljörðum dollara nánast 500 milljörðum króna.

Samningurinn sem ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti um í dag hefur verið tvö ár í undirbúningi. Samkvæmt honum á Reykjavík Geothermal að byggja og rekja allt að þúsund megawatta jarðvarmaorkuver í tveimur áföngum. Fyrsta skrefið verður bygging jarðvarmaorkuvers á háhitasvæði í Corbetti öskjunni í Suður-Eþíópíu. Áætlanir ganga út á að þar verði hafin tíu megawatta orkuvinnsla eftir tvö ár, hundrað megawött ári síðar og  500 megawött þegar jarðvarmaorkuverið verður komið í fullan rekstur árið 2018. Corbetti er virk eldstöð og aðstæður þar svipaðar og víða á Íslandi.

Reykjavík Geothermal var stofnað fyrir fimm árum. Að því stóðu íslenskir jarðhitasérfræðingar sem höfðu margir hverjir unnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þeirra á meðal er Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar.

Til marks um hversu stórt verkefnið er má nefna að uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 megawött í rafmagni og 133 megawött í varmaafli. Þó er hægt að stækka varmastöðina í 400 megawött í framtíðinni.

Nýta tíunda hluta óbeislaðs jarðvarma í Eþíópíu

Aðstoðarforsætisráðherra Eþíópíu og stjórnarformaður ríkisrekna orkufyrirtækisins EEPCO fagnar samkomulaginu í yfirlýsingu. Hann segir þetta mikilvægt skref í átt að því markmiði að fyrirtækið verði í fararbroddi í orkuöflun og -útflutningi í Austur-Afríku. Hann segir Eþíópíu ráða yfir tíu þúsund megawöttum af óbeisluðum jarðvarma. Samkvæmt því fellur það í hlut Reykjavík Geothermal að virkja tíunda hluta þeirrar orku.

http://www.ruv.is/frett/gerdu-500-milljarda-samning-i-ethiopiu

Related News

Bolaalda Project Prioritized for Development

Bolaalda Project Prioritized for Development

June 2024 marked a major milestone for Reykjavík Geothermal in the development of the 100 MWe / 133 MWth Bolaalda project, as the project was prioritized for utilization under Iceland’s Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization (the “Energy Master Plan”...

RG Project Photos

RG Project Photos

See some photos showing the Reykjavik Geothermal team and some of the communities we serve.

Abaya Geothermal Project qualified for Drilling Grant from GRMF

Abaya Geothermal Project qualified for Drilling Grant from GRMF

In December 2020, Reykjavík Geothermal (RG) submitted a direct application for the Abaya Drilling Programme in Ethiopia to the Geothermal Risk Mitigation Facility for Eastern Africa (GRMF). This was subsequent to the GRMF funding that was granted for the Abaya...